Clarifiyng Solution er öflugur Glycolic sýru vökvi sem hjálpar til við að vinna á acne (bólu) vandamálum í húð.
Vökvinn inniheldur sterka blöndu af Glycolic sýru sem eykur húðflögnun og hraðar á endurnýjun húðarinnar, dregur úr umfram olíumyndun og hreinsar óhreinindi og stíflur úr húðholum.
Berið vökvann á það svæði sem þarf að meðhöndla tvisvar á dag á meðan þörf er á. Andlit, bringu, bak. Clarifying solution má einnig nota á bikiní svæðið og þar sem hætta er á inngrónum hárum.
Ekki er ráðlagt að nota Clarifying solution að staðaldri og forðast skal sól/ljósabekki á meðan á notkun er og ca tvær vikur eftir notkun þar sem glycolic sýran gerir húðina viðkvæmari.