6 vikna Peel meðferðarpakki sem veitir húðinni unglegra yfirbragð.
Kittið inniheldur 12 sýruklúta sem ráðlagt er að nota tvisvar í viku í 6 vikur.
Klútarnir innihalda 25% blöndu af Alpha Hydroxy Acid (AHA) og Polyhydroxy Acid (PHA) auk Mandelic sýru og Gluconoa-lactone.
Performance Peel vinnur á yfirborði húðarinnar, slípar í burt dauðar húðfrumur og hraðar á endurnýjun hennar. Fínar línur og hrukkur minnka, ásýnd húðhola minnkar og húðin verður bjartari, þéttari og áferðafallegri.
Mikilvægt er að nota klútana eingöngu á kvöldin þar sem AHA sýrur geta gert húðina viðkæma gegn sólargeislunum. Ráðlagt er að nota spf50 sólarvörn á meðan á meðferð stendur og viku eftir notkun.