Sápulaust hreinsi gel sem freyðir létt á húðinni og hreinsar hana á öflugan hátt án þess að þurrka eða erta viðkvæma húð. Hreinsirinn inniheldur tvíþætta blöndu af alfahýdroxy og pólýhýdroxy sýru sem veitir húðinni dýpri hreinsun og slípar húðina á mildan hátt ásamt nærandi efnum sem róa, mýkja og bæta áferð hennar. Húðin verður hrein og í fullkomnu jafnvægi. Hreinsi gelið hentar öllum húðgerðum.