Retinól er afleiða retinóíða og er form af A-vítamíni. Það hefur margsannað gildi sitt en retinól vinnur gegn öldrunarmerkjum , dregur úr litabreytingum, fínum línum og hrukkum, minnkar ásýnd húðhola, þéttir og gerir húðina áferðafallegri. Retinól hefur einnig fyrirbyggjandi áhrif og vinnur í baráttunni gegn bólumyndun.
Retinol Serum 0.3% er nætur meðferð sem inniheldur einnig Neoglucosamin og hýaluronic sýru til að viðhalda réttu rakajafnvægi sem mikilvægt er þegar verið er að nota Retinol húðvörur.
húðin getur orðið viðkvæm og því er mælt með að nota serumið annan til þriðja hvert kvöld til að byrja með. Notið sólarvörn á meðan verið er að nota retinol húðvörur.